Icelandic:Bréf til sveitarstjórna
Ábyrgðarmaður verkefnis: Svavar Kjarrval
Verkefnið snýst um það að senda inn erindi til allra sveitar- og hreppstjórna á Íslandi og spyrja hvort „ég“, sem sjálfboðaliði hjá OSM, gæti fengið þau kortagerðargögn sem lögaðilinn hefði umráð yfir. Erindið var póstlagt 7. september 2012 og var til allra sveitar- og hreppstjórna á landinu.
Ástæðan fyrir því að ég undirritaði ekki „fyrir hönd OSM“ eða álíka var sú að stjórn OSMF vill helst ekki að fólk geri það. Því kemur ekki fram að ég sé að sækja um gögnin fyrir hönd OSM, heldur eingöngu að ég sé sjálfboðaliði fyrir það verkefni.
Bréfið
Góðan daginn. Ég er einn af sjálfboðaliðum alþjóðlega verkefnisins OpenStreetMap sem heldur úti vefnum openstreetmap.org. Verkefnið snýst einfaldlega um það að kortleggja allan heiminn og veita frjálsan aðgang að kortagögnum án endurgjalds. Með erindinu fylgir til sýnis útprentað kort af hluta Hafnarfjarðar.
Kortagögnin inn á OpenStreetMap má nota á ýmsan hátt en sem dæmi má nefna verkefnið wheelmap.org þar sem hjólastólaaðgengi er kortlagt. Einnig er sama kort aðgengilegt í gegnum snjallsíma svo hægt sé að komast í upplýsingarnar utan heimilis. Þá er hægt að setja OpenStreetMap kortin inn á leiðsögutæki eins og Garmin ásamt snjallsímum og nýta til þess að finna þá staði sem þegar eru komnir inn á kortið. Þetta eru dæmi um fjölmargar leiðir til að nýta kortagögnin á bæði frjálsan og endurgjaldslausan hátt.
Ferðamenn nota slík leiðsagnarkort meðal annars til þess að finna áfangastaði eins og næstu bensínstöð, næsta gististað, sundlaug, búð, söfn og fleiri staði. Afhending þeirra gagna sem þið búið yfir gæti flýtt fyrir því ferli og komið ykkur á kortið, ef svo má að orði komast.
Erindið sendi ég á ykkur af þeirri ástæðu að þið búið yfir miklu magni upplýsinga sem við getum notað til að bæta kortið. Er þá aðallega verið að ræða upplýsingar sem tengjast deiluskipulagi og aðalskipulagi. Tillögur að gögnum sem við gætum notfært okkur fylgja erindinu en ykkur er frjálst að leggja til fleiri tegundir gagna. Við erum þakklát fyrir öll gögn sem þið getið látið af hendi.
OpenStreetMap byggir á gögnum sem sjálfboðaliðar safna sjálfir eða fá afhent. Úr þeim gögnum eru unnin kort af þeim svæðum sem þau ná yfir. Gögnin eru aðgengileg undir opnum leyfum sem þýðir að notkun þeirra er ekki takmörkuð við OpenStreetMap og því nýtileg öðrum aðilum. Góðgerðasamtökin OpenStreetMap Foundation á Bretlandi sjá um að halda utan um verkefnið.
// Kort af Hafnarfirði innifalið
Gagnlegar upplýsingar:
Miðlínur eða útlínur gatna/vega
Miðlínur eða útlínur stíga
Hæðarlínur
Húslínur
Húsnúmer / Húsanöfn / Lóðanúmer / Lóðanöfn
Bæjarmörk
Loftmyndir
Gagnlegar upplýsingar, en minna mikilvægi:
Hraðatakmörk á götum/vegum
Staðsetning upplýsingamiðstöðvar ferðamanna
Bókasöfn
Opinberar byggingar
Ferðamannastaðir
Vitar
Einstefnur og aðrar umferðartakmarkanir
Umferðarljós
Lagnir og leiðslur (m.a. vatn og rafmagn)
Brunahanar
Póstkassar
Ruslafötur (viðhaldnar af bænum)
Endurvinnslugámar
Fjarskiptamöstur
Ljósastaurar
Bekkir
Fasteignanúmer
Svör við algengum spurningum
Á hvaða sniði þurfa upplýsingarnar að vera?
Þær mega vera á upprunalega sniðinu. Við höfum mörg tæki og tól til að umbreyta þeim í snið sem hentar okkar vinnslu. Það eina sem við þurfum að vita er í hvaða hnitakerfi gögnin eru skráð í, komi það ekki þegar fram í skránni sjálfri. Séu til staðar leiðbeiningar um túlkun gagnanna væri frábært ef þær myndu fylgja með.
Hvernig sendum við upplýsingarnar stafrænt?
Ákjósanlegast er að fá upplýsingarnar sendar í tölvupósti en hægt er að senda viðhengi allt að 25 megabæti með þessum hætti. Taki skjölin meira pláss er annað hvort hægt að setja þær á vefsvæði undir ykkar stjórn og senda slóðirnar í tölvupósti, eða hafa samband við okkur og við útvegum svæði til þess að setja skjölin á.
Upplýsingarnar eru eingöngu til á pappír.
Við getum greitt einhvern kostnað sem verður til vegna afritunar pappírsgagna. Leitið þó samþykkis okkar áður en hafist er handa.
Til staðar eru skilyrði fyrir notkun/afhendingu gagnanna.
Við erum tilbúin til þess að ræða um öll þau skilyrði sem gilda um notkun eða afhendingu gagnanna. Við þurfum síðan að meta hvort hægt sé að koma til móts við þær kröfur sem settar eru.
Ekki er hægt að verða við beiðnum um að merkja rétthafa gagnanna beint inn á öll þau kort sem gætu orðið til vegna gagnanna en í boði er að bæta rétthöfum við listann sem er á https://wiki.openstreetmap.org/wiki/Contributors .
Gögnin eru ekki afhent án endurgjalds.
Hægt er að semja um greiðslu endurgjalds en hafa ber í huga að OpenStreetMap á Íslandi hefur ekki mikil fjárráð né fjárhagslega hagsmuni af verkefninu. Áður en hægt er að taka slíkt endurgjald til ígrundunar þarf að liggja fyrir það verð sem sett er á gögnin og þau skilyrði sem fylgja afhendingu þeirra.
Eru gögnin sett beint inn?
Nei, því þeim þarf örugglega að breyta áður en þau verða hæf til innsetningar í gagnasafn OpenStreetMap. Því munu eingöngu afleidd verk rata inn í gagnasafnið. Hnit verða færð yfir í WGS84 hnitakerfið, séu þau ekki þegar í því. Einnig þarf líklegast að breyta tögunum sem fylgja gögnunum yfir í sambærileg tög sem gögn OpenStreetMap eru í.
Undir hvaða leyfi er gögnunum dreift?
Gögnin sem við fáum afhent eru eingöngu notuð innan hóps sjálfboðaliða OpenStreetMap til þess að framleiða afleidd verk. Afleiddu verkin eru sett inn í gagnasafn OpenStreetMap undir ákveðnum skilmálum kölluðum ‚Contributor Terms‘ og er gögnunum dreift samkvæmt þeim. Þessir skilmálar heimila breytingar á því leyfi sem gögnunum er dreift undir en til þess þarf 2/3 virkra þátttakenda að samþykkja skiptin. Einnig er skilyrði að gögnin inn á OpenStreetMap skulu vera frjáls og opin.
Staða hverrar beiðni
Grænn bakgrunnur - máli lokið með gagnasendingu.
Gulur bakgrunnur - máli sýnist vera lokið en hvorki með höfnun eða beinni gagnasendingu. Til dæmis ef aðilinn er allra vilja gerður til að afhenda gögn en má ekki, hann á engin gögn sem hann má láta frá sér, og álíka aðstæður.
Rauður bakgrunnur - máli lokið með höfnun.
Landshluti | Sveitarfélag | Heimilisfang sveitarstjórnar | Bréf sent af stað þann | Staða máls | Seinast uppfært þann |
---|---|---|---|---|---|
Höfuðborgarsvæðið | Garðabær | Garðatorg 7, 210 Garðabær | 7. september 2012 | Tilvísun: 1209209 / 00,70
Fékk bréf dags. 19. sept. (móttekið 25. sept.) um að bæjarráð hefði þann 18. sept. tekið erindið fyrir. Á þeim fundi var því vísað til bæjarstjóra til nánari skoðunar. Sendi bæjarstjóra (Gunnari Einarssyni) tölvupóst þann 3. október og spurði hann út í stöðu mála. Hafði engin svör fengið og sendi því ítrekun 8. október. Fékk svar 10. október frá bæjarstjóra þar sem hann hafði ekki komist í málið vegna anna en fól bæjarverkfræðingi að setja sig í það. Sendi bæjarverkfræðingi tölvupóst sama dag með áföstu stafrænu eintaki af erindinu og bað hann um að hafa samband eftir að hafa skoðað erindið. Ekkert hafði heyrst frá bæjarverkfræðingi þann 5. nóvember svo ég ítrekaði seinustu skilaboð og spurði um stöðu málsins. |
2012-11-05 |
Höfuðborgarsvæðið | Hafnarfjörður | Ráðhús Hafnarfjarðar, Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 3. október 2012 til Hafnarfjarðarbæjar og spurði um afdrif erindisins og hvenær ég gæti búist við svari. Svar barst samdægurs um að skipulags- og byggingarsvið fjalli um erindið. Sviðsstjóri var með í CC svo ég geri ráð fyrir að hann muni svara mér frekar.
Þann 17. október hafði sviðstjóri enn ekki svarað. Sendi tölvupóst þann dag til Steinunnar (sem sá um að svara fyrri fyrirspurn) og spurði hvort hann hefði örugglega fengið póstinn. Fékk svar 18. október frá Steinunni að sviðsstjórinn hafi örugglega fengið póstinn og hún senti ítrekun til hans. Sviðsstjóri svaraði 19. október og vísaði í viðtal milli míns og starfsmanns vegna annars OSM erindis sem sent var 2010. Hann nefndi að þau væru tilbúin til þess að láta af hendi miðlínugrind og götunöfn. Sendi svar samdægurs um að erindið stæði sjálfstætt og að viðtalið átti sér stað vegna fyrra erindisins. Einnig nefndi ég að enginn búist við því að OSM hafi nýjustu upplýsingarnar og að notkunarskilmálar OSM væru á þá leið að engin ábyrgð væri tekin á kortum eða gögnum. Fékk svar samdægurs um að starfsmaðurinn segist hafa hitt mig í vor (sem er rangt) og að hann ætlaði að senda skriflegt svar. Hafði ekkert fengið neitt þann 5. nóvember frá sviðsstjóra sem hafði lofað mér skriflegu svari. Bað hann um skriflega svarið þann dag. |
2012-11-05 |
Höfuðborgarsvæðið | Kjósarhreppur | Ásgarði, 270 Mosfellsbær | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því. Fékk svar samdægurs um að engin ákvörðun hefði verið tekin. Lét vita að ég hefði samband vikuna 15.-19. október ef ég heyri ekki í þeim fyrr.
Sendi tölvupóst 21. október og spurði um afdrif erindisins. Tók eftir 22. október að erindið hafði verið afgreitt 18. október í hreppsnefnd. Það stóð ekkert um afgreiðsluna í fundargerðinni en samkvæmt tölvupósti er barst 22. október samþykkti hreppsnefnd „að veita aðgang að þeim gögnum sem þegar eru opinber“. Sendi tölvupóst 22. október þar sem ég spurðist fyrir hvern ég gæti verið í sambandi við til þess að fá gögnin sem afgreiðslan tók til. |
2012-10-22 |
Höfuðborgarsvæðið | Kópavogur | Fannborg 2, 200 Kópavogur | 7. september 2012 | Tilvísun: 1209187
Bæjarráð fjallaði um málið á fundi 20. september 2012 og vísaði málinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu. Barst tilkynning um niðurstöðu fundar bæjarráðs bréfleiðis þann 28. september. Bréfið var dagsett 21. september og póststimplað 24. september. Sendi tölvupóst 3. október á Steingrím Hauksson, sviðsstjóra umhverfissviðs, og spurði hann um stöðu mála. Fékk svar 4. október þar sem hann spurði hvernig önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið í erindið. Svaraði þeim pósti samdægurs. Engin viðbrögð voru 17. október svo ég sendi tölvupóst til Steingríms og spurði út í stöðu mála. Benti honum einnig á vefinn sem Reykjavík opnaði þann dag. Fékk svar 18. október þar sem hann spurði hvaða skilyrði önnur sveitarfélög hafi sett um afhendingu. Svaraði honum samdægurs. Fékk svar 19. október frá skipulagsráðgjafa um að Kópavogur ætli sér að afhenda gögn en með ákveðnum skilyrðum. Þau skilyrði liggja ekki fyrir þá stundina og ekki er lofað ákveðinni dagsetningu vegna anna viðkomandi nema að þetta verði fljótlega. Sendi svar um að ég biði skilyrðanna en muni hnippa í hann 1. nóvember eða síðar ef ég hef ekki heyrt í honum þá. Hafði ekkert heyrt frá skipulagsráðgjafa þann 5. nóvember og sendi honum því tölvupóst þar sem ég spurði um stöðu listans yfir skilyrði. Fékk svar samdægurs um að hann hafi verið upptekinn við að skila af sér kortavinnu og því ekki getað farið í þetta. Einnig tekur hann fram að þetta sé á lista hjá honum og hann kæmist vonandi í það á næstu dögum. Svaraði honum samdægurs að ég myndi athuga stöðuna þann 12. nóvember eða síðar ef ég hefði ekkert heyrt frá honum. |
2012-11-05 |
Höfuðborgarsvæðið | Mosfellsbær | Þverholt 2, 270 Mosfellsbær | 7. september 2012 | Boðaður til fundar kl. 9:00 þann 21. september 2012 til að fara yfir erindið.
Fulltrúar Mosfellsbæjar tóku vel í afhendingu gagnanna eftir að hafa séð ástandið á Mosfellsbæ þá stundina. Þau gætu samt þurft að afla leyfa frá verkfræðistofum. Munu hafa samband vikuna 24.-28. september 2012 um afhendingu gagnanna. Þau munu búast við því að í staðinn fyrir gögnin munum við setja inn POIs á svæðinu. Sendi Jóhönnu og Þór tölvupóst 3. október þar sem ég spyr um stöðu málsins. Þór svaraði samdægurs að verið væri að renna yfir gögnin, þ.e.a.s. stíga og götur. Sendi Þór tölvupóst 17. október og spurði hvernig gengi að renna yfir gögnin. Fékk svar 22. október að enn væri verið að fara yfir stígana. Hafði ekkert heyrt 5. nóvember svo þann dag sendi ég fyrirspurn um stöðu mála og nefndi að það væri einn meðal okkar sem hefði mikinn áhuga á að setja gögnin inn. |
2012-11-05 |
Höfuðborgarsvæðið | Reykjavík | Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargata 11, 101 Reykjavík | 7. september 2012 | Lech Pajdak hefur samband 26. september og biður um að hitta sig til að ræða erindið betur. Hitti hann því 27. september kl. 14:00.
Fundurinn 27. september gekk vel og er mikill velvilji að afhenda gögn án endurgjalds sem ekki er mikill áhugi á af hálfu þeirra sem kaupa venjulega af Reykjavíkurborg. Meðal gagna sem nokkuð öruggt að OSM gæti fengið innihalda bæjarmörk, hraðatakmarkanir, opinberar byggingar, einstefnur og umferðarljós. Einnig verður skoðað hvort hægt sé að afhenda önnur gögn. Sum gögnin sem mælt var með í erindinu eru á vegum annarra aðila og þyrfti að hafa samband við þá sérstaklega. Möguleiki er á afhendingu í næstu viku ef allt gengur vel. Hann biður um að OSM hafi samband við hann 3. eða 4. október. Sendi Lech tölvupóst 3. október og spurði um stöðu málsins. Hitti hann kl. 15:00 4. október, mögulega til að taka á móti gögnum. Gat ekki mætt á fundinn vegna klaufaskapar svo ég hringdi í staðinn. Ræddum um hvort hægt væri að gefa út gögnin með almennri yfirlýsingu í stað þess að takmarka hana við mig eða OSM. Á að hringja í hann um kl. 10-11 að morgni 5. október. Ræddi við Lech símleiðis 5. október þar sem við ræddum um að Reykjavík ætlar að setja upp síðu þar sem þeir ætla að gefa út LUKR gögn undir almennum skilmálum sem þeir eru ekki að selja, og það væri ekki bundið við OSM. Það tekur hins vegar smá tíma en á að vera tilbúið um 15 október. Á að vera í sambandi við Lech þann 15. október og athuga með stöðuna. Lech gaf munnlegt leyfi til okkar til þess að nýta upplýsingar um einstefnur og hraðatakmarkanir á frá Borgarvefsjánni. Lech hafði samband 17. október og tilkynnti um opnun vefs (http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3546/5704_view-5809/) þar sem valdar þekjur úr LUKR eru fáanlegar án endurgreiðslu. Skilmálarnir eru að mínu mati fullnægilegir svo hægt sé að nýta fyrir OSM. |
2012-10-17
LOKIÐ |
Höfuðborgarsvæðið | Seltjarnarnes | Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes | 7. september 2012 | Tilvísun: 2012090058
Sendi tölvupóst þann 3. október 2012 til Seltjarnarness og spurði um afdrif erindisins og hvenær ég gæti búist við svari. Svar barst samdægurs um að sé hjá Þórði Ó Búasyni, skipulags- og byggingarfulltrúa og var fyrrgreind fyrirspurn túlkuð sem ítrekun. Svar barst samdægurs en vísað var á vef Seltjarnarness. Svaraði samdægurs um að betra væri að fá vektorgögnin sem þessi kort eru byggð á. Ekkert heyrst frá honum 17. október svo ég sendi honum tölvupóst og spurði út í stöðu málsins. Enn ekkert heyrst í honum 5. nóvember svo ég hringdi í hann. Í símtalinu kom í ljós að Snertill rukkar mikið fyrir sendingu gagna og því voru þeir ekki tilbúnir til þess að láta Snertil senda gögnin. Hann hafði sent fyrirspurn á Hafnarfjörð varðandi þeirra reynslu af því að senda okkur gögn og þeir í Hafnarfirði könnuðust ekki við að hafa gert það. Ég leiðrétti hann og nefndi að tilgangurinn með dæminu á kortinu var að sýna hvernig kortið liti út en ekki sem dæmi um gagnasendingu. Þá spurði hann mig um dæmi um sveitarfélög og ég nefndi Reykjavík og að ég hefði verið í samskiptum við Lech. Hann sagðist ætla að hafa samband við hann. Þá lukum við símtalinu og Þórður mun væntanlega hafa samband aftur við tækifæri. |
2012-11-05 |
Höfuðborgarsvæðið | Álftanes | Bjarnastaðir, 225 Bessastaðahreppur | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 3. október 2012 til Álftaness og spurði um afdrif erindisins og hvenær ég gæti búist við svari. Svarað 4. október að skipulags- og byggingafulltrúi sé með erindið til skoðunar.
Hafði ekkert heyrt í skipulags- og byggingafulltrúa Álftaness þann 17. október svo ég lét bæjarstjóra vita. Ekkert svar frá Snorra þann 5. nóvember svo ég hringdi á skrifstouna og bað um að fá samband við Bjarna, sem var listaður sem skipulags- og byggingafulltrúi á vefsíðu Álftaness, en fékk þau svör að hann væri hættur fyrir nokkru síðan. Sá sem tók við heitir Kristinn Alexandersson. Þar sem hann var upptekinn bað ég manneskjuna að skilja eftir skilaboð til hans um að hringja í mig. Fékk tölvupóst 6. nóvember frá bæjarstjóra þar sem hann minnist á að enginn formlegur skipulagsfulltrúi starfar fyrir Álftanes og því er enginn þar til að sinna erindinu. Frá áramótum mun skipulagsdeild Garðabæjar taka yfir skipulagsmál á Álftanesi og því þarf að bíða þangað til þá. Sendi tölvupóst samdægurs þar sem ég bað um að afgreiðsla erindisins flytjist þangað við yfirtökuna. |
2012-11-06 |
Reykjanes | Grindavíkurbær | Víkurbraut 62, 240 Grindavík | 7. september 2012 | Tilvísun: 1209052
Bæjarráð tók erindið fyrir á fundi þann 19. september 2012 og bókaði eftirfarandi: „Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að svara erindinu.“ Sendi tölvupóst þann 3. október til sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs þar sem ég spurði hann út í stöðu mála. Fékk svar 4. október þar sem hann nefndi að hann gerði ráð fyrir að hann myndi afhenda mér gögnin og spurði hvaða gögn ég vildi fá. Sendi honum listann sem má finna á bls. 3 í erindinu og nefndi að eingöngu væri um viðmið að ræða og þeim sé frjálst að senda inn fleiri gögn en eru á listanum. Fékk þann 5. október tengil á Dropbox skrá með gögnunum og náði í hana. Læt talk-is póstlistann vita í næstu árangursskýrslu um verkefnið. |
2012-10-05
LOKIÐ |
Reykjanes | Reykjanesbær | Tjarnargata 12, 230 Keflavík | 7. september 2012 | Tilvísun í mál: 2012090207
Erindi sent til umhverfis- og skipulagssviðs skv. tölvupósti 13. september 2012. Guðlaugur H. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri, er samskiptaaðili. Tölvupóstur sendur á Guðlaug samdægurs og hann beðinn um viðbrögð. 14. september 2012 setti hann Björgvin Jónsson hjá Umhverfis- og skipulagssviði í málið. Björgvin bað um ítarlegan lista um það sem við vildum og á hvaða formi. Engin svör hafa borist frá Björgvini þann 21. september svo ég sendi honum tölvupóst og spurði um stöðuna. Hann er upptekinn vegna fjárhagsáætlunar svo hann verður að vera í sambandi í október. Sendi Björgvini tölvupóst 3. október þar sem ég athuga stöðu málsins hjá honum. Svarað samdægurs um að hann ætlaði að hafa samband eftir helgina og hafa eitthvað tilbúið fyrir mig. Björgvin var greinilega í stuði svo hann sendi okkur gögnin stuttu eftir fyrrgreint svar. Sendi tölvupóst á talk-is listann til að fá hjálp við að vinna með gögnin. Fékk tölvupóst 18. október með fleiri gögnum frá Björgvini. Sendi svarbréf og þakkaði honum fyrir. |
2012-10-18
LOKIÐ |
Reykjanes | Sandgerðisbær | Miðnestorg 3, 245 Sandgerði | 7. september 2012 | Tilvísun: 1209047
Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því. Fékk svar samdægurs um að erindið hefði verið móttekið 13. september sl. og hefði verið sent sviðsstjóra umhverfis-, skipulags- og byggingamála til vinnslu. Hins vegar var skipt um starfsmann og því hefði málið tafist. Sagðist myndi vera í sambandi 15. október ef ég myndi ekkert heyra fyrir þann tíma. Ekkert hefur heyrst í þeim 18. október svo ég sendi tölvupóst og spurði um stöðuna. Fékk svar 22. október um að það sé óvissa um á hvaða sniði við myndum vilja gögnin og vegna stærðar. Einnig bauð hann loftmynd með öllum viðeigandi loftlínum en mér fannst eins og hann væri tilbúinn til þess að senda áfram eitthvað sem þeir hafi fengið frá Loftmyndum ehf. Sendi svar samdægurs þar sem ég benti á hvaða snið við myndum kjósa og benti á einfalda leið til þess að senda skrár til okkar. Benti samt líka á að ef loftmyndin sé frá Loftmyndum ehf. þá gætum við ekki þegið hana nema samningar þeirra við Loftmyndir ehf. heimili það. Fékk tölvupóst 23. október frá sviðstjóra skipulags- og byggingamála sem innihélt .pdf skrá með yfirlitsmynd af Sandgerði. Sendi svar samdægurs þar sem ég þakkaði fyrir skrána og spurði hvort ég gæti fengið Microstation skrána sem yfirlitsmyndin væri byggð á. |
2012-10-23 |
Reykjanes | Garður | Sunnubraut 4, 250 Garður | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því.
Þetta erindi virðist vera í afgreiðslu hjá sama aðila og sér um Sandgerði. |
2012-10-27 |
Reykjanes | Vogar | Iðndalur 2, 190 Vogar | 7. september 2012 | Tilvísun: 1209020
Bæjarráð ræddi um erindið 19. september 2012 og var eftirfarandi bókað: „Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að annast úrvinnslu málsins.“ Sendi tölvupóst 3. október til bæjarstjóra Voga og spurði um stöðu málsins hjá honum. Hann svaraði samdægurs og bað mig um að senda honum upplýsingar um hvaða gögn okkur vantar. Sendi honum samdægurs listann sem fylgdi erindinu og ítrekaði að hann væri eingöngu til viðmiðunar. Fékk svar 4. október um að bæjarstjóri hefði kannað hvaða gögn voru til en það væri „eitthvað fátæklegt“. Málið var sent til forstöðumanns umhverfis og eigna og hann á að vera í sambandi við mig. Þann 17. október höfðu engin viðbrögð borist frá forstöðumanni umhverfis og eigna og því sendi ég tölvupóst til hans þann dag og spurði um stöðu málsins hjá honum. Fékk svar 18. október þar sem hann segist hafa verið of upptekinn við fjárhagsáætlun 2013 til þess að skoða málið nógu vel. Þá nefndi hann að hann gæti farið í það fljótlega af fullum krafti. Fékk tölvupóst 23. október þar sem hann sendi mér 2 .pdf skrár, önnur þeirra virðist vera teiknað eftir AutoCAD skrá. Sendi svar 24. október þar sem ég spyr um möguleika mína um að fá AutoCAD skrárnar sjálfar. Fékk svar 29. október að verið sé að uppfæra kortið með nýjustu upplýsingum og síðan fái ég þær sendar á AutoCAD. Hafði ekki fengið neitt 5. nóvember svo ég sendi tölvupóst til að spyrja út í stöðuna. Fékk svar samdægurs um að hann ætlaði að hitta byggingarfulltrúann síðar sama dag og ætlar þá að forvitnast um þetta. |
2012-11-05 |
Vesturland | Akranes | Stillholt 16-18, 300 Akranes | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 3. október 2012 til Akraness og spurði um afdrif erindisins og hvenær ég gæti búist við svari. Fékk svar 11. október frá byggingar- og skipulagsfulltrúa Akraness þar sem ég var beðinn um að hringja að morgni 12. október. Ræddi við hann símleiðis 12. október og kynnti ég OSM í stuttu máli og fór yfir hvaða tegundir af gögnum við hefðum áhuga á. Engar vísbendingar voru um að þeir hefðu eitthvað á móti því að afhenda gögn og því líklegt að við fáum eitthvað á næstunni. Því er líklegt að við fáum eitthvað.
Hafði ekkert heyrt í honum 5. nóvember svo ég sendi tölvupóst til að athuga stöðu málsins. Fékk svar samdægurs um að ákveðinn starfsmaður byggingar- og skipulagsfulltrúa myndi sjá um málið. Ákveðið var að senda mér kortagrunninn þeirra. Sendi tölvupóst á þá manneskju til að ýta við málinu þar. Fékk tölvupóst 6. nóvember frá fulltrúanum þar sem þar spurt er hvað ég vilji fá og hvernig. Segist þurfa að laga „gatnafælinn“ og það mun taka einhvern tíma. Sendi svar samdægurs þar sem ég nefni að við tökum á móti gögnum á hverju því sniði sem þau vinna með, setti inn listann sbr. bls. 3 í erindinu. Einnig spurði ég hversu langan tíma hún býst við að taki langan tíma að laga gatnafælinn. |
2012-11-06 |
Vesturland | Borgarbyggð | Borgarbraut 14, 310 Borgarnes | 7. september 2012 | Tilvísun: 1209070
Sendi tölvupóst þann 3. október 2012 til Borgarbyggðar og spurði um afdrif erindisins og hvenær ég gæti búist við svari. Svar barst samdægurs um að erindið sé til athugunar hjá starfsmönnum og væntanlega lagt fyrir byggðarráð 18. október nk. Tekið fyrir hjá byggðaráði 18. október og eftirfarandi bókað í fundargerð: „Framlagt erindi frá OpenStreetMap dags. 06.09.´12 varðandi aðgang að gögnum sveitarfélagsins til að birta á heimasíðu félagsins. Byggðarráð tók jákvætt í erindið og var umhverfis- og skipulagssviði falið að vera í sambandi við bréfritara. Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs sat fundinn meðan að liðir 6 og 7 voru ræddir.“ Fundargerðir byggðaráðs þurfa að öllum líkindum að vera samþykktar af sveitarstjórn. Þær eru aðgengilegar á http://borgarbyggd.is/stjornsysla/fundagerdir/ . Skrifstofustjóri sendi bréf dags. 18. október, póststimplað 19.október, um ofanverða afgreiðslu byggðaráðs. |
2012-10-24 |
Vesturland | Dalabyggð | Miðbraut 11, 370 Búðardalur | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því.
Ekkert heyrst í þeim varðandi erindið sjálft né fyrirspurn mína frá 8. október. Sendi ítrekun þann 27. október. |
2012-10-27 |
Vesturland | Eyja- og Miklaholtshreppur | Hjarðarfell, 311 Borgarnes | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því.
Ekkert heyrst í þeim varðandi erindið sjálft né fyrirspurn mína frá 8. október. Sendi ítrekun þann 27. október. |
2012-10-27 |
Vesturland | Grundarfjarðarbær | Grundargata 30, 350 Grundarfjörður | 7. september 2012 | Bæjarráð tók erindið fyrir 25. september 2012. Ekki er gefið meira upp í fundargerð.
Sendi póst þann 3. október á Grundarfjarðarbæ og spurði hvernig erindið var afgreitt. Fékk svar 4. október að þau hefðu ekki mannafla í að afla þeirra upplýsinga sem ég bað um en voru afar áhugasöm. Svaraði samdægurs og spurði hvort einhverjar upplýsinganna væru til á stafrænu formi og nefndi að við myndum sjá um að vinna úr þeim. Hún ítrekaði í svari samdægurs að þau hafa ekki tíma til að taka saman upplýsingarnar. Tel að frekari umræður leiði ekki að gagnaafhendingu og ræði því ekkert frekar við Grundarfjarðarbæ. |
2012-10-04
LOKIÐ |
Vesturland | Helgafellssveit | Saurar, 340 Stykkishólmur | 7. september 2012 | Tilvísun: 1209041
Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því. Ekkert heyrst í þeim varðandi erindið sjálft né fyrirspurn mína frá 8. október. Sendi ítrekun þann 27. október. |
2012-10-27 |
Vesturland | Hvalfjarðarsveit | Innrimelur 3, 301 Akranes | 7. september 2012 | Tilvísun: 1209022
Rætt á fundi Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefndar þann 20. september 2012. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara erindinu. Sendi tölvupóst 8. október til skipulags- og byggingarfulltrúa og spurði um stöðu málsins. Hann hafði samband samdægurs og nefndi að Landlínur hefðu gögnin og hann yrði að heyra í þeim um málið. Hann lætur mig vita þegar hann hefur heyrt í þeim. Ekkert heyrt í Hirti þann 27. október. Sendi honum fyrirspurn um hvort hann hefði heyrt í Landlínum. |
2012-10-27 |
Vesturland | Skorradalshreppur | Grund, 311 Borgarnes | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því. Fékk svar 11. október um að erindið hefði borist og að það yrði tekið fyrir á næsta hreppsnefndarfundi. | 2012-10-11 |
Vesturland | Snæfellsbær | Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbær | 7. september 2012 | Bæjarráð tók erindið fyrir á fundi 18. september og vísaði erindinu til umsagnar skipulags- og byggingarfulltrúa Snæfellsbæjar. Sendi tölvupóst 8. október á skipulags- og byggingarfulltrúa og spurði hann um stöðu málsins. Hann svaraði samdægurs og nefndi að engin ákvörðun lægi fyrir og spurði um afstöðu annarra sveitarfélaga til gagnafhendingar. Svaraði erindinu strax og fór yfir stöðuna.
Sendi skipulags- og byggingafulltrúa tölvupóst 27. október og spurði um stöðu málsins. Fékk svar 29. október um að gögnin lægju hjá Snertli og var svarið einnig sent til Sigbjörns hjá Snertli. Sendi svar til baka samdægurs um að Hallgrímur Már hefði reynslu af því að afgreiða gagnabeiðnir mínar. |
2012-10-29 |
Vesturland | Stykkishólmur | Ráðhúsið, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmur | 7. september 2012 | Hringdi 5. október og spurðist fyrir um afgreiðslu erindisins. Bæjarritari ætlaði að hringja í mig aftur þegar hann væri búinn að athuga málið. Hann virtist koma af fjöllum varðandi efni erindisins. Tók á móti símtali þar sem mér var tilkynnt að erindið fyndist ekki. Sendi stafrænt eintak af erindinu til þeirra um leið með tölvupósti.
Hafði ekkert heyrt í Þór þann 17. október svo ég sendi tölvupóst og spurði hann um stöðu málsins. Sá að erindið hafði verið lagt fram á fundi bæjarráðs 10. október. Spurði Þór hvaða þýðingu afgreiðsla bæjarráðs hefði. Fékk svar 18. október að Stykkishólmur hefði engin gögn hjá sér til að afhenda en bentu á ja.is, Orkuveitu Reykjavíkur og Rarik í Stykkishólmi. |
2012-10-18 |
Vestfirðir | Árneshreppur | Norðurfjörður, 524 Norðurfjörður | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því.
Ekkert heyrst í þeim varðandi erindið sjálft né fyrirspurn mína frá 8. október. Sendi ítrekun þann 27. október. |
2012-10-27 |
Vestfirðir | Bolungarvík | Aðalstræti 12, 415 Bolungarvík | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 3. október 2012 til Bolungarvíkur og spurði um afdrif erindisins og hvenær ég gæti búist við svari. Ekkert svar barst þann 17. október svo ég ítrekaði spurninguna ásamt því að senda stafrænt eintak af erindinu. Fékk svar 18. október þar sem bæjarstjóri játar að gert mistök sem orsökuðu að erindið hafði ekki verið tekið fyrir enn þá. Nefndi að erindið yrði tekið fyrir á fundi bæjarráðs vikuna 22.-26. október. Svaraði að ég myndi vera í sambandi 29. október eða síðar ef ég myndi ekkert heyra frá bænum fyrir þann tíma. | 2012-10-18 |
Vestfirðir | Ísafjörður | Stjórnsýsluhúsið, 400 Ísafjörður | 7. september 2012 | Tilvísun: 2012-09-0045
Erindi rætt á fundi bæjarráðs þann 17. september 2012 og erindinu vísað til umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar til afgreiðslu. Ralf Trylla, umhverfisfulltrúi, settur í málið og hefur samband gegnum tölvupóst 19. september 2012. Tölvupósti svarað samdægurs. Sendi tölvupóst 3. október til Ralf og spurði um afdrif málsins. Fékk svar 4. október að hann þurfi að týna út það sem hann megi senda okkur. Ekkert heyrst í Ralf þann 17. október svo ég sendi tölvupóst til hans til að spyrja hvernig honum gengi að týna út gögnin. Fékk svar 22. október þar sem hann nefnir að það gengi illa að finna út hver eigi höfundaréttinn að gögnunum. Hann bað um meiri tíma til að fara í þetta. Sendi svar samdægurs að það væri í lagi en myndi hafa samband 22. nóvember eða síðar ef ég heyrði ekkert í honum fyrr. Fékk tölvupóst frá Ralf 5. nóvember þar sem hann sendi AutoCAD skrá með gögnum. Hann segist vera nokkuð viss varðandi að þessi séu „án vandamál með copyright“ og vonar það. Þá nefnir hann að gögnin eigi uppruna hjá þeim og ekki beintengd Loftmyndum eða Landmælingum og tel ég það uppfylla skilyrði um það að Ísafjarðarbær eigi öll gögnin sem hann afhenti. Sendi svar samdægurs þar sem ég þakkaði fyrir gögnin og tel málinu vera lokið. |
2012-11-05
LOKIÐ |
Vestfirðir | Kaldraneshreppur | Holtagata, 520 Drangsnes | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því. Fékk svar 9. október um að erindið hefði komist til skila. Í svarinu kemur fram að þau hafi loftmyndir sem þau geta ekki afhent áfram en annað mál gæti verið um afleiddu verkin sem unnu sjálf. Bað okkur um að hafa samband við Benedikt Björnsson skipulagsarkitekt og sjá hvort hann geti orðið okkur að liði. Hafði samband við Benedikt samdægurs og hann tók ágætlega í að láta okkur fá gögnin en vildi fyrst sækja um leyfi frá Kaldraneshreppi. Auk þess þarf hann að leggja smá vinnu í að koma gögnunum úr Microstation yfir í dxf svo við fengjum gögnin á sniði sem við gætum unnið betur með. | 2012-10-09 |
Vestfirðir | Reykhólahreppur | Maríutröð 5a, 380 Reykhólahreppur | 7. september 2012 | Tilvísun: 1210013 - OneStreetMap [sic!]
Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því. Fékk bréf dags. 16. október frá sveitarstjóra um afgreiðslu hreppsnefndar þann 11. október. Eftirfarandi var bókað á fundinum: „Hreppsnefnd tekur jákvætt í erindið og samþykkir að veita aðgang að upplýsingunum án tilkostnaðar.“ |
2012-10-24 |
Vestfirðir | Strandabyggð | Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík | 7. september 2012 | Erindið er á dagskrá hjá sveitarstjórn Strandabyggðar 9. október.
Sveitarstjórn fjallaði um erindið á fundi 9. október og bókaði eftirfarandi: „Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að veita umbeðnar upplýsingar eftir því sem mögulegt er án tilkostnaðar.“ Sendi þann 27. október fyrirspurn þar sem ég spyr hvort þau hafi ákveðin gögn í huga. |
2012-10-27 |
Vestfirðir | Súðavíkurhreppur | Grundarstræti 3, 420 Súðavík | 7. september 2012 | Tilvísun: 1210007
Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því. Fékk svar 9. október; Þau höfðu fengið erindið og það verður tekið fyrir vikuna 15.-21. október. Erindið var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar 25. október. Sveitarstjórn samþykkti erindið. Sendi tölvupóst 27. október á skrifstofu hreppsins þar sem ég spyr hvernig framhald afgreiðslu þess verði hagað. Fékk svar 29. október þar sem þeir segjast hafa opnað á að OSM geti nýtt það efni sem þeir hafa og yfir að ráða. Einnig spurður að því hvernig þessu hefur verið hagað með önnur sveitarfélög. |
2012-10-29 |
Vestfirðir | Tálknafjarðarhreppur | Miðtún 1, 460 Tálknafjörður | 7. september 2012 | Tilvísun: 1209037
Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því. Fékk svar samdægurs um að erindið væri á dagskrá á sveitarstjórnarfundi 10. október. Fékk svar 18. október með bókun frá hreppsfundi Tálknafjarðarhrepps 10. október þar sem forstöðumanni tæknideildar var falið að vinna úr erindinu. Forstöðumaður tæknideildar hafði samband samdægurs og var tilbúinn til að afhenda gögnin ef ég útvegaði skriflegt leyfi frá Loftmyndum ehf. Svaraði til baka samdægurs að möguleiki minn á að fá slíkt leyfi væri nær enginn og spurði hvort þeir hefðu önnur gögn sem þeir gætu afhent. |
2012-10-27 |
Vestfirðir | Vesturbyggð | Aðalstræti 63, 450 Patreksfjörður | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því.
Tekið fyrir á fundi hreppsnefndar 10. október þar sem forstöðumanni tæknideildar var falið erindið til úrvinnslu og það var samþykkt samhljóða. Sendi 27. október forstöðumanni tæknideildar fyrirspurn um stöðu málsins. Fékk svar 29. október um að sveitarfélagið sé með samning við Loftmyndir ehf. um þjónustutáknun með örnefnum. Sveitarfélagið getur veitt gögnin gegn skriflegu leyfi Loftmynda. Þar sem um er að ræða sama aðila og sé um Tálknafjörð, þá eru málin samofin. |
2012-10-29 |
Norðurland vestra | Akrahreppur | Miklibær, 560 Varmahlíð | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því.
Ekkert heyrst í þeim varðandi erindið sjálft né fyrirspurn mína frá 8. október. Sendi ítrekun þann 27. október. |
2012-10-27 |
Norðurland vestra | Blönduós | Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduós | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því.
Ekkert heyrst í þeim varðandi erindið sjálft né fyrirspurn mína frá 8. október. Sendi ítrekun þann 27. október. |
2012-10-27 |
Norðurland vestra | Húnavatnshreppur | Húnavellir, 541 Blönduós | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því.
Fjallað var um erindið í hreppsnefnd þann 8. október og var ákveðið að sveitarstjóra skuli falið að vinna áfram með málið. Sendi sveitarstjóra þann 27. október fyrirspurn um stöðu mála. Fékk svar 29. október að staðan væri sú sama og 8. október og hann spyr hvaða upplýsingum ég sækist eftir. Svaraði til baka samdægurs um að ég væri að sækjast eftir hnitaskrám sem aðal- og deiliskipulagið er unnið eftir. |
2012-10-29 |
Norðurland vestra | Húnaþing vestra | Hvammstangabraut 5, 530 Hvammstangi | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því.
Ekkert heyrst í þeim varðandi erindið sjálft né fyrirspurn mína frá 8. október. Sendi ítrekun þann 27. október. |
2012-10-27 |
Norðurland vestra | Skagabyggð | Hafnir, 545 Skagaströnd | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því. Fékk svar þar sem mér var vísað á skipulagsuppdrættina sem liggja fyrir. Þeir voru gerðir af Benedikt Björnssyni sem ég hafði einmitt verið í sambandi við rétt áður varðandi Kaldraneshrepp. Ætla að vera í sambandi við hann varðandi afhendingu gagnanna. | 2012-10-09 |
Norðurland vestra | Skagafjörður | Ráðhúsið, Skagfirðingabraut 21, 550 Sauðárkrókur | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 3. október 2012 til Skagafjarðar og spurði um afdrif erindisins og hvenær ég gæti búist við svari. Fékk svar 8. október að sviðsstjóri Umhverfis og tæknisviðs sé með erindið og muni svara innan tíðar.
Sviðsstjóri Umhverfis og tæknisviðs hafði ekki svarað 17. október svo ég sendi honum tölvupóst og spurði um stöðu mála. |
2012-10-17 |
Norðurland vestra | Skagaströnd | Túnbraut 1-3, 545 Skagaströnd | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því.
Ekkert heyrst í þeim varðandi erindið sjálft né fyrirspurn mína frá 8. október. Sendi ítrekun þann 27. október. |
2012-10-27 |
Norðurland eystra | Akureyri | Geislagata 9, 600 Akureyri | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 3. október 2012 til Akureyrar og spurði um afdrif erindisins og hvenær ég gæti búist við svari. Svarað samdægurs um að erindið hafi verið áframsent til starfsmanna skipulagsdeildar. Fékk svar 5. október um að erindið verði tekið fyrir 10. október.
Fékk svar 8. október um að við munum fá gögn frá þeim, en þeir vilja endurskoða þau fyrir afhendingu. Sum gögn fáum við ekki eins og lagnir en þá yrðum við að vera í sambandi við viðkomandi veitustofnun. Síðan eru gögn sem Akureyri á en neitar að fá á grundvelli þess að þau séu ekki birtingarhæf. Læt ég þar við sitja hvað þau varðar. Fékk fyrsta gagnaskammt frá Akureyri 10. október með loforði um seinni hluta síðar. Hafði ekki fengið seinni hlutann þann 5. nóvember svo ég sendi tölvupóst til að athuga með stöðuna. Fékk svar samdægurs með hrárri gatnamerkingaskrá á Microstation sniði. Hann gefur til kynna að það gæti verið meira en nefnir það ekki beint. Þann 5. nóvember hafði skipulagsstjóri samband og nefndi að hann ætlaði að taka erindið fyrir í skipulagsnefnd á næstunni. Þá þyrfti hann að fá nákvæmari upplýsingar „um þau lágmarksgögn sem þörf væri á til að setja í þessa gátt“. Þá nefndi hann að hann afhenti ekki loftmyndir til þriðja aðila nema hinn sami sé að vinna fyrir þá eða gert í samráði við Loftmyndir. Að lokum bað hann um nánari lýsingu á gögnunum. Svaraði samdægurs að annar starfsmaður væri þegar búinn að vera í sambandi við mig og hann hefði þegar afhent mér gögn. Þá nefndi ég að ég væri fullkomlega sáttur við að fá þau í skráarformi í stað gáttar. Í svarinu sendi ég aftur listann sem er á blaðsíðu 3 í erindinu, enda veit ég ekki hvernig mér eigi að vera kleift að hafa nákvæmari upplýsingar undir höndum þar sem ég þekki ekki svo vel til innanhúsmála þar. Fékk svar 6. nóvember þar sem gagnalistinn sbr. erindið er brotinn niður og farið yfir stöðuna fyrir hvert atriði, hvað sé komið, hvað sé í athugun, hvað ég fæ ekki, hvað ég á eftir að fá sent og hvað ég þarf að útvega sjálfur. |
2012-11-06 |
Norðurland eystra | Dalvíkurbyggð | Ráðhús Dalvíkur, 620 Dalvík | 7. september 2012 | Tilvísun: 201209040
Tekið fyrir á fundi bæjarráðs 25. september. Erindinu vísað til umhverfis- og tæknisviðs til skoðunar. Barst tilkynning bréfleiðis um niðurstöðu téðs funds 28. september og er tekið fram að afgreiðsla ráðsins sé gerð með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar. Einnig stendur að verði afgreiðsla á annan veg í bæjarstjórn verði ég látinn vita. Þann 17. október er ég enn að bíða eftir samþykki bæjarstjórnar. Tengill á fundargerðir á http://dalvik.is/fundargerdir/ . Fundargerð bæjarráðs var tekin fyrir á fundi bæjarstjórnar 30. október og samþykkt samhljóða. Sendi tölvupóst á sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og spurði út í stöðu málsins. |
2012-11-05 |
Norðurland eystra | Eyjafjarðarsveit | Syðra-Laugaland, 601 Akureyri | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því. Fékk svar samdægurs um að erindið gæti verið á borði sveitarstjórans en hann væri ekki við þann daginn né næsta dag. Hann ætti að vera við 10. október. Sveitarstjórinn svaraði 8. október og segist vera með erindið í skoðun.
Ekkert heyrt í sveitarstjóra 27. október svo ég sendi fyrirspurn og spurði um stöðu málsins. Fékk svar 29. október að þetta hafi dregist í langinn en reynir aftur í vikunni. Sendi svar samdægurs að ég hefði samband 5. nóvember eða síðar ef ég hef ekki heyrt í honum fyrr. |
2012-10-29 |
Norðurland eystra | Fjallabyggð | Gránagata 24, 580 Fjallabyggð | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 3. október 2012 til Fjallabyggðar og spurði um afdrif erindisins og hvenær ég gæti búist við svari.
Fékk svar 17. október með tenglum á gögn sem eru örugglega afar gagnleg. Þau eru:
|
2012-10-17
LOKIÐ |
Norðurland eystra | Grýtubakkahreppur | Gamli skólinn, 610 Grenivík | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 3. október 2012 til Grýtubakkahrepps og spurði um afdrif erindisins og hvenær ég gæti búist við svari. Svarað 4. október um að það sé eftir 22. október.
Tekið fyrir á sveitarstjórnarfundi 22. október og þar var „[s]amþykkt að fela sveitarstjóra að senda Svavari þau kort sem tiltæk eru.“. Sveitarstjórinn hafði samband 23. október þar sem hann spurði hvernig korti ég hefði áhuga á. Sendi svar samdægurs að erindið hefði snúist um kortagögn á stafrænu formi. En ég var þó ekki að fara að hafna tilboði um að fá kortin sjálf. Fékk svar samdægurs þar sem mér var bent á aðalskipulagið á vef sveitarfélagsins. Við skoðun á því kom í ljós að ýmsir aðilar eiga að öllum líkindum höfundarétt á kortunum þar svo það er ónothæft fyrir OSM. Sendi svar samdægurs um að ég þakkaði góðvild sveitarstjórnar. |
2012-10-23
LOKIÐ |
Norðurland eystra | Hörgársveit | Þelamerkurskóli, 601 Akureyri | 7. september 2012 | Tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar þann 19. september 2012 og samþykkt að hafna erindinu. Fékk tölvupóst 21. september 2012 um að þeir telji sér ekki fært að taka þátt í verkefninu. | 2012-09-25
LOKIÐ |
Norðurland eystra | Langanesbyggð | Fjarðarvegur 3, 680 Þórshöfn | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því.
Ekkert heyrst í þeim varðandi erindið sjálft né fyrirspurn mína frá 8. október. Sendi ítrekun þann 27. október. Sveitarstjóri svaraði samdægurs og kannaðist ekkert við erindið. Sendi honum strax stafrænt eintak af því. |
2012-10-27 |
Norðurland eystra | Norðurþing | Ketilsbraut 9, 640 Húsavík | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því. Fékk svar 9. október þar sem erindið var móttekið og sett á dagskrá fundar skipulags- og byggingarnefndar. Sá fundur ætti að vera haldinn fljótlega; Ætti að fá svar um leið og fundurinn hefur verið haldinn en einnig eru fundargerðir settar jafnóðum á vef Norðurþings. | 2012-10-09 |
Norðurland eystra | Skútustaðahreppur | Hlíðarvegur 6, 660 Reykjahlíð | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því.
Ekkert heyrst í þeim varðandi erindið sjálft né fyrirspurn mína frá 8. október. Sendi ítrekun þann 27. október. Fékk svar 29. október að sveitarstjórinn kannaðist ekki við erindið og að viðhengi hafi ekki fylgt. Samkvæmt 'Sent Mail' möppunni fór viðhengið með með þann 8. október en það fylgi ekki ítrekuninni. Sendi svar samdægurs um að viðhengið hafi fylgt með 8. október en sendi það samt aftur til að spara tíma. |
2012-10-29 |
Norðurland eystra | Svalbarðshreppur | Hvammur 4, 681 Þórshöfn | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því.
Fékk svar 16. október að erindið hafi borist. Fékk svar 25. október um að hreppurinn hefði ekki þéttbýliskjarna og er ekki með aðal- og deiliskipulag. |
2012-10-25
LOKIÐ |
Norðurland eystra | Svalbarðsstrandarhreppur | Ráðhúsið, Svalbarðseyri, 601 Akureyri | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því. Fékk svar samdægurs um að sveitarstjórinn hafi hugsað sér að láta mér í té það sem þau ættu af rafrænum gögnum en ekki haft tækifæri til þess. Svaraði að ég myndi hafa samband við hann 15. október ef hann væri ekki búinn að hafa samband áður.
Hafði ekki heyrt í honum 27. október svo ég sendi honum fyrirspurn um stöðu mála. |
2012-10-27 |
Norðurland eystra | Tjörneshreppur | Ytri-Tunga, 641 Húsavík | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því.
Ekkert heyrst í þeim varðandi erindið sjálft né fyrirspurn mína frá 8. október. Sendi ítrekun þann 27. október. |
2012-10-27 |
Norðurland eystra | Þingeyjarsveit | Kjarni, 650 Laugar | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því.
Ekkert heyrst í þeim varðandi erindið sjálft né fyrirspurn mína frá 8. október. Sendi ítrekun þann 27. október. |
2012-10-27 |
Austurland | Borgarfjarðarhreppur | Hreppsstofa, 720 Borgarfjörður eystri | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því.
Sveitarstjórinn hringdi í mig 8. október og var nokkuð opinn. Því miður liggja engin vektorgögn fyrir nema GPS hnit af gönguleiðum. Þau eru hýst á wikiloc en ég reyni að fá þau beint frá þeim svo það séu engar efasemdir um að við megum nota þau. Megum nota hnitin á http://www.borgarfjordureystri.is/ferdathjonusta/gongusvaedid-viknaslodir/gongukort/gps-punktar að vild. Fékk í tölvupósti hnitaskrárnar sem ég bað um. Setti gögnin inn á gagnasvæðið. |
2012-10-27
LOKIÐ |
Austurland | Breiðdalshreppur | Ásvegur 32, 760 Breiðdalsvík | 7. september 2012 | Tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar 25. september. Sveitarstjóra falið að setja sig í samband við OSM.
Hafði samband við sveitarstjóra þann 3. október þar sem ég hafði ekki heyrt í honum. Fékk símtal 4. október þar sem hann er með öllu vilja gerður til að afhenda stafrænar skrár. Fyrsta skref væri að afhenda skrár og sjá hvað við getum notað af því. Látum vita ef gögnin eru hentug eða ekki. Engar skrár höfðu borist 8. október svo ég sendi sveitarstjóra tölvupóst og spurði hvort hann hefði sent skrárnar eða ætti eftir að gera það. Fékk svar samdægurs um að hann hefði ekki fundið gögnin enn en ætli sér að senda þau þegar honum hefur tekist að hafa upp á þeim. Sendi tölvupóst 27. október til sveitarstjóra þar sem ég spyr hvort hann hafi haft upp á gögnunum. |
2012-10-27 |
Austurland | Djúpavogshreppur | Bakki 1, 765 Djúpivogur | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því. Fékk svar samdægurs um að erindið muni fara fyrir sveitarstjórn þann 10. október.
Fjallað var um erindið hjá sveitarstjórn 10. október og var „[f]ormanni SBU falið að bregðast við erindinu“. SBU er væntanlega skipulags- byggingar- og umhverfisnefnd. Fann ekki út hver formaður SBU var né almennt netfang fyrir þá nefnd svo ég bað skrifstofu hreppsins að koma því til skila til hans að ég óska eftir því að vita stöðuna. |
2012-10-27 |
Austurland | Fjarðabyggð | Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður | 7. september 2012 | Tilvísun: 1209088
Tekið fyrir á fundi bæjarráðs 18. september. Samþykkt að vísa erindinu til framkvæmdasviðs til afgreiðslu og til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd. Sendi tölvupóst 3. október til mannvirkjastjóra Fjarðabyggðar og spurði hann um stöðu málsins. Hann segist ætla að skoða málið um helgina. Hafði ekkert heyrt í honum 8. október svo ég spurði hann um stöðuna. Fékk svar 11. október þar sem ég var spurður hvort vísað er í kortasjá Snertils og hvort það væri það sem við hefðum í huga. Sendi svar samdægurs um að það væri rétt, eða öllu frekar kortagögnin sem liggja að baki þeirri kortasjá. Fulltrúi Fjarðabyggðar beindi því að Snertli þann 12. október að afhenda okkur gögnin fyrir Fjarðabyggð. Fékk samdægurs tengil á public dropbox tengil á skrána sem ég náði síðan í. |
2012-10-12
LOKIÐ |
Austurland | Fljótsdalshérað | Lyngás 12, 700 Egilsstaðir | 7. september 2012 | Tilvísun: 201209059
Tekið fyrir á fundi bæjarráðs 24. september. Í fundargerð stendur: „Bæjarstjóra falið umboð til að afgreiða málið og afhenda þau gögn sem sveitarfélagið hefur heimild til.“ Sendi tölvupóst til bæjarstjóra 4. október og spurði hann um stöðu málsins. Fékk svar 5. október um að hann væri of upptekinn við fjárhagsáætlanagerð og hefði ekki sinnt fyrirspurninni. Sendi svar samdægurs um að ég myndi hafa samband um 15 október ef hann væri ekki búinn að því fyrr. Hafði ekki heyrt í bæjarstjóra þann 17. október svo ég sendi honum tölvupóst til að athuga hvort hann hefði getað komist í málið. Fékk svar 18. október að hann væri ekki kominn með niðurstöðu í málið en býst við henni þann dag eða þann næsta. |
2012-10-18 |
Austurland | Fljótsdalshreppur | Végarður, 701 Egilsstaðir | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst til Fljótsdalshrepps 4. október þar sem ég spyr hvar í stjórnsýslunni erindið mitt er og hvenær ég megi búast við svari. Fékk svar 5. október um að erindið fyndist ekki. Sendi stafrænt eintak af erindinu til baka samdægurs. Erindið fannst og það er til skoðunar varðandi gögn sem koma til greina. Verður væntanlega afgreitt á fundi í nóvemberbyrjun. | 2012-10-05 |
Austurland | Seyðisfjarðarkaupstaður | Hafnargata 44, 710 Seyðisfjörður | 7. september 2012 | Barst útskrift þann 28. september af fundi bæjarráðs sem fór fram þann 19. september. Bréfið var dagsett 24. september og póststimplað 25. september. Niðurstaða bæjarráðs var eftirfarandi: Samþykkt að verða við erindinu.
Þann 17. október býður fundargerð bæjarráðs enn samþykkis bæjarstjórnar. Slóð á fundargerðir er http://sfk.is/index.php?option=com_content&task=category§ionid=2&id=71&Itemid=112 . Bæjarstjórn tók fyrir fundargerð bæjarráðs þann 30. október og samþykkti samhljóða. Sendi þann 5. nóvember tölvupóst til skrifstofu sveitarfélagsins þar sem ég spyr hvernig þau ætli að afgreiða erindið. Fékk svar 6. nóvember frá bæjarstjóra þar sem hann bað mig um að hafa samband beint við byggingarfulltrúa. Sendi tölvupóst á byggingafulltrúa, með afriti á bæjarstjóra, og í honum fylgdi stafrænt eintak af erindinu með vísun á bls. 3 varðandi lista yfir gögn sem við höfum í huga. Fékk tölvupóst 6. nóvember með korti vegna aðalskipulags í pdf formi. Sendi svar samdægurs þar sem ég spurði um möguleikana til að fá gögnin úr vigragrunni Seyðisfjarðar. Fékk svar 7. nóvember um að kortið hafi verið unnið af Birni Kristleifssyni / Kristleifi Björnssyni og að ég ætti að hafa samband við þá. |
2012-11-07 |
Austurland | Vopnafjarðarhreppur | Hamrahlíð 15, 690 Vopnafjörður | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því.
Ekkert heyrst í þeim varðandi erindið sjálft né fyrirspurn mína frá 8. október. Sendi ítrekun þann 27. október. |
2012-10-27 |
Suðurland | Ásahreppur | Laugaland, 851 Hella | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því.
Ekkert heyrst í þeim varðandi erindið sjálft né fyrirspurn mína frá 8. október. Sendi ítrekun þann 27. október. Fékk svar 29. október að erindið var móttekið. |
2012-10-29 |
Suðurland | Bláskógabyggð | Félagsheimilið Aratunga, 801 Selfoss | 7. september 2012 | Sendi bréf til Bláskógabyggðar 4. október þar sem ég spyr hvar í stjórnsýslunni erindið mitt er og hvenær ég megi búast við svari. Fékk svar samdægurs um að sveitarstjórn hefði rétt í þessu samþykkt erindi byggðaráðs, sem tók erindið fyrir 26. september sl. Fæ formlegt bréf bráðlega þegar bréf eru send út um afgreiðslur nefnda. Erindinu hafði verið vísað til skipulags- og byggingarembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps.
Fékk senda bókun sveitarstjórnarfundarins 4. október og staðfesti móttöku hennar. |
2012-10-09 |
Suðurland | Flóahreppur | Þingborg, 801 Selfoss | 7. september 2012 | Sendi bréf til Flóahrepps 4. október þar sem ég spyr hvar í stjórnsýslunni erindið mitt er og hvenær ég megi búast við svari. Fékk svar 5. október um að erindið fyndist ekki. Sendi samdægurs stafrænt eintak í tölvupósti.
Við stöðuskoðun 17. október sé ég að erindinu var vísað til Péturs hjá skipulags- og byggingarembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps. Held að sama svar gildi og varðandi hin sveitarfélögin sem vísuðu erindi mínu til hans. |
2012-10-17 |
Suðurland | Grímsnes- og Grafningshreppur | Félagsheimilið Borg, 801 Selfoss | 7. september 2012 | Sveitarstjórn tók erindið fyrir 19. september 2012 og vísaði erindinu til Skipulags- og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps. Síminn á skrifstofunni hjá honum er 486-1145 og netfangið petur@sudurland.is. Hafa samband við hann ef ekkert hefur heyrst frá honum um 3. október 2012.
Sendi Pétri tölvupóst 3. október og spurði hann um stöðu málsins. Hann hefur ekki náð að skoða málið en nefndi að ég myndi hafa samband þann 10. október ef hann hefur ekki haft samband að fyrra bragði. Sendi Pétri tölvupóst 10. október og spurði um stöðu málsins hjá honum. Svar barst samdægurs að það væri mikið að gera hjá honum en bað mig um frekari upplýsingar um hvernig gögnum ég væri að leita að. Sendi honum samdægurs listann sem er að finna á bls. 3 í erindinu. Fékk svar 12. október frá Pétri um að hann hefði rætt við þann sem sæi um landupplýsingar og sá héldi að þeir hefðu ekkert sem myndu gagnast OSM í dag. Sendi svar 14. október og nefndi að það álit væri nokkuð skrítið en spurði hvert hann myndi ráðleggja mér að leita til að fá upplýsingarnar. Fékk svar 15. október að embættið væri nýbyrjað að byggja upp lóða- og skipulagsgrunn en væru komin það stutt á veg að gögnin væru nokkuð fátækleg. Pétur nefndi þá að hann hefði engar ráðleggingar um hvern ég gæti haft samband við varðandi að fá gögn. Sendi svar til baka samdægurs að við myndum þiggja afrit af því litla sem hann hefði. |
2012-10-14 |
Suðurland | Hrunamannahreppur | Akurgerði 6, 845 Flúðir | 7. september 2012 | Lagt fram til kynningar fyrir hreppsnefnd á fundi 4. október 2012. Sendi tölvupóst 8. október og spurðist fyrir um afgreiðslu hreppsnefndar og hvert væntanlegt framhaldið yrði.
Ekkert svar hafði borist 27. október og sendi ég því ítrekun. Fékk svar 30. október frá sveitarstjóra að hreppurinn sæi ekkert að því að útvega upplýsingarnar ef það er án kostnaðar fyrir hreppinn. Afrit af svarinu sendi hann Pétri Inga Haraldssyni hjá skipulags- og byggingafulltrúaembætti uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps. |
2012-10-30 |
Suðurland | Hveragerðisbær | Sunnumörk 2, 810 Hveragerði | 7. september 2012 | Tekið fyrir á fundi bæjarráðs 20. september. Í fundargerð stendur: „Lagt fram til kynningar en flest gögnin sem hér er óskað eftir eru aðgengileg á kortavef á heimasíðu bæjarins.“
Barst bréf 28. september þar sem niðurstaða áðurgreinds fundar var tilkynnt. Bréfið var dagsett 20. september og póststimplað 21. september. Sendi tölvupóst þann 5. október á Hveragerði og spurði hvaða þýðingu þessi bókun hefði á afgreiðslu erindisins. Ekkert svar hafði borist 17. október svo ég endursendi tölvupóstinn með ítrekun. Hafði ekki enn heyrt í Hveragerðisbæ þrátt fyrir ítrekun og hringdi á skrifstofuna þann 5. nóvember. Þar ítrekaði ég bæði fyrirspurn mína 5. október og ítrekun mína á henni 18. október. Manneskjan á skrifstofunni sagðist ætla að sjá til þess að leggja áherslu á það að því verði svarað. Barst svar 9. nóvember og þar var vísað á kortavef Hveragerðis en ef þær upplýsingar væru ekki nægjanlegar þyrfti ég að hafa samband við skipulags- og byggingafulltrúa bæjarins. Sendi tölvupóst þann 10. nóvember á skipulags- og byggingafulltrúa þar sem ég spurði um aðgang að landupplýsingagögnum. |
2012-11-10 |
Suðurland | Mýrdalshreppur | Austurvegur 17, 870 Vík | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því.
Ekkert heyrst í þeim varðandi erindið sjálft né fyrirspurn mína frá 8. október. Sendi ítrekun þann 27. október. Fékk svar 29. október um að erindið hafi verið móttekið og áframsent sveitarstjóra. |
2012-10-29 |
Suðurland | Rangárþing eystra | Hlíðarvegur 16, 860 Hvolsvöllur | 7. september 2012 | Erindið var lagt fram til kynningar á sveitarstjórnarfundi 4. október. Sendi tölvupóst þann 5. október á Rangárþing eystra og spurði hvaða þýðingu það hefði fyrir afgreiðslu erindisins míns. Fékk svar samdægurs að á þessu stigi hefði engin ákvörðun verið tekin né neitt ákveðið.
Hafði ekki fengið tilkynningu um ákvörðun þann 18. október svo ég ákvað að athuga með stöðuna. Fékk svar samdægurs um að staðan væri sú sama. Sendi svar samdægurs þar sem ég spurði um hvenær ég gæti búist við að málið fái umræðu eða afgreiðslu. Barst svar 19. október þar sem viðkomandi segist ekki vita það. |
2012-10-19 |
Suðurland | Rangárþing ytra | Suðurlandsvegur 1, 850 Hella | 7. september 2012 | Hringdi 5. október í Rangárþing ytra þar sem seinasta fundargerðin á vef þeirra (rangarthing.is) var frá 1. mars sl. Var bent á að rétta lénið væri ry.is. Þau hefðu ekki sett redirect og olli það þessu misskilningi. Erindið er á borði sveitarstjóra og mun erindið líklegast vera rætt á fundi hreppsnefndar 11. október nk. og fundargerð sett á vefinn næsta dag eða fyrr.
Athugaði fundargerð hreppsnefndar frá 11. október og hún minnist ekkert á erindi mitt. Sendi tölvupóst 18. október og spurði um afdrif erindisins. Fékk svar 18. október að erindið var bókað á fundi hreppsráðs 20. september og samkvæmt henni er „forstöðumanni umhverfis-, eigna- og tæknisviðs [...] veitt heimild til að veita aðgang að gögnum sem nýst geta verkefninu.“ Sendi forstöðumanninum tölvupóst og spurði nánar út í hvaða gögn hann gæti veitt mér. Vísaði í gagnalistann á bls. 3 í erindinu og festi stafrænt eintak við tölvupóstinn. |
2012-10-18 |
Suðurland | Skaftárhreppur | Klausturvegur 15, 880 Kirkjubæjarklaustur | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því.
Ekkert heyrst í þeim varðandi erindið sjálft né fyrirspurn mína frá 8. október. Sendi ítrekun þann 27. október. Fékk svar 29. október að erindið hefði verið móttekið og verði tekið fyrir 12. nóvember. |
2012-10-29 |
Suðurland | Skeiða- og Gnúpverjahreppur | Félagsheimilið Árnes, 801 Selfoss | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst til Skeiða- og Gnúpverjahrepps 4. október þar sem ég spyr hvar í stjórnsýslunni erindið mitt er og hvenær ég megi búast við svari. Tók á móti símhringinu 8. október frá Kristófer þar sem mér er tilkynnt að erindið finnist ekki. Sendi Kristóferi stafrænt eintak af því að loknu símtalinu. Kristófer hafði aftur samband símleiðis sama dag og tilkynnti að þau litu á gögnin sem opinber gögn og því megum við nota það sem við finnum. Hann ætlar að vera opinn fyrir því að afhenda þau gögn sem þeir hafa. Mælti einnig með því að ég hefði samband við Páll Bjarnason hjá Verkfræðistofu Suðurlands sem ég og gerði. Hringdi og sendi tölvupóst strax á eftir til Páls en hann virðist ekki vera á móti því að afhenda þau gögn sem þeir eiga.
Fékk tölvupóst 9. október frá Kristjönu en hún bendir á vefsíðu hreppsins og við getum notað gögn sem við finnum þar. Sendi tölvupóst til baka samdægurs þar sem ég spyr hvort ég geti verið í sambandi við skipulags- og byggingafulltrúaembætti uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps og Verkfræðistofu Suðurlands og spurt um gögnin sem gætu legið þar. Svar barst samdægurs um að það væri í lagi. |
2012-10-09 |
Suðurland | Árborg | Ráðhúsið, Austurvegi 2, 800 Selfoss | 7. september 2012 | Tilvísun: 1209073
Bæjarráð tók erindið fyrir á fundi 20. september 2012. Vísaði erindinu til skipulags- og byggingarfulltrúa til skoðunar. Fundargerð bæjarráðs þarfnast samþykktar bæjarstjórnar en hún hefur ekki gert það enn, 17. október. Þann 17. október samþykkti bæjarstjórn fundargerð bæjarráðs. Þann 5. nóvember sendi ég skipulags- og byggingafulltrúa tölvupóst og spurði um stöðu málsins. |
2012-11-05 |
Suðurland | Hornafjörður | Hafnarbraut 27, 780 Höfn | 7. september 2012 | Hringdi 5. október í Hornafjörð og spurðist fyrir um afdrif erindisins. Á að hringja eftir helgi til að fá svar við þeirri spurningu þar sem allir voru uppteknir eða farnir.
Sendi tölvupóst þann 27. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því. |
2012-10-27 |
Suðurland | Ölfus | Hafnarberg 1, 815 Þorlákshöfn | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því. Bæjarstjórinn svaraði 9. október að hann hefði fengið erindið á sínum tíma og hefði beðið byggingarfulltrúa að hafa samband við mig. Bað mig um að hafa samband við hann sjálfur. Sama dag sendi ég byggingarfulltrúa tölvupóst þar sem ég spyr hann um stöðu málsins. | 2012-10-09 |
Suðurland | Vestmannaeyjabær | Ráðhúsið, 902 Vestmannaeyjar | 7. september 2012 | Sendi tölvupóst þann 8. október þar sem ég útskýri að sumir aðilar hafi tilkynnt að erindið mitt hafi týnst og því spyr ég þá hvort hið sama eigi við í þeirra tilfelli, og sendi þeim líka um leið stafrænt eintak af því.
Ekkert heyrst í þeim varðandi erindið sjálft né fyrirspurn mína frá 8. október. Sendi ítrekun þann 27. október. Enn hefur ekkert heyrst þann 5. nóvember svo ég hringdi á skrifstofuna. Þar átti erindið að hafa verið sent umhverfis- og framkvæmdasviði. Sendi tölvupóst til þjónustufulltrúa umhverfis- og framkvæmdasviðs ásamt skipulags- og byggingafulltrúa þar sem ég nefni þennan skort á viðbrögðum og óska eftir að fá að vita stöðu málsins hjá þeim. Fékk svar frá skipulags- og byggingafulltrúa þar sem hann segist ekki hafa séð erindið áður. Þá spyr hann um þau snið sem við myndum vilja fá gögnin og hvaða gögn við óskum eftir. Í svari mínu, sem ég sendi samdægurs, benti ég á að við tökum á móti öllum sniðum en myndum kjósa ESRI shapefile. Þá sendi ég listann sem er að finna á bls. 3 í erindinu. |
2012-11-05 |